Yfirtökutilboð Novator eignarhaldsfélags ehf. til hluthafa Actavis Group hf. rann út kl. 16:00 miðvikudaginn 18. júlí 2007. Þau skilyrði sem Novator eignarhaldsfélag ehf. setti fram í yfirtökutilboði sínu hafa verið uppfyllt og  er tilboðið hér með lýst óskilyrt af hálfu tilboðsgjafa. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Að loknum tilboðsfresti hefur Novator tryggt sér hlutafé sem nemur kr. 1.895.316.722 að nafnverði eða 99,66% af heildarhlutafé Actavis Group hf., að meðtöldum hlutum í eigu tilboðsgjafa og tengdra félaga sem og eigin hlutum
félagsins.

Hluthafar sem samþykktu tilboðið fá greitt með reiðufé samkvæmt tilboðinu og fer greiðsla fram miðvikudaginn 25. júlí 2007.