Tilboð Regins í allt hlutafé Eikar fasteignafélags rennur út þann 20. september næstkomandi, sem er föstudagurinn í næstu viku. Enn er ekki komið á hreint hvort og þá hversu margir hluthafar Eikar munu taka tilboðinu, en einn viðmælandi Viðskiptablaðsins í stjórn Eikar sagðist í gær ekki vita um neinn sem væri á móti því.

Helgi S. Gunnarsson, forstjóri Regins, segir að rætt hafi verið við alla hluthafa Eikar og að þeir hafi tekið ágætlega í tilboðið, en of snemmt sé að segja til um hverjar lyktir málsins verða. „Þeim líst vel á að fá hlut í skráðu félagi í skiptum fyrir eignarhlutinn í Eik.“

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast tölublaðið hér að ofan undir liðnum Tölublöð .