Hluthafar Fortis bankans munu fá hluta þess hagnaðar sem belgíska ríkið kann að fá úr fjárfestingu sinni í BNP Paribas. Nákvæm útfærsla hugmyndarinnar liggur ekki fyrir.

Með þessu móti fá litlir hluthafar Fortis bankans, sem tapað hafa eignarhlut sínum, einhverjar sárabætur í sinn hlut þegar belgíska ríkið selur 11,6% hlut sinn í BNP Paribas.

BNP Paribas keypti eignir Fortis í Belgíu og Lúxemborg fyrir 14,5 milljarða evra og greiddi fyrir með hlutum í BNP Paribas.