Hluthafar í tæknirisanum Google vilja að stjórnendur fyrirtækisins taki stjórn Apple sér til fyrirmyndar og greiði hluthöfum arð. Líkt og Apple á Google mikið af lausafé, alls um 44,6 milljarða dollara. Það eru jafnvirði rúmlega 5.600 milljarða króna.

Í hlutfalli við markaðsvirði á Google meira af lausu fé en önnur stór tæknifyrirtæki, þar á meðal Apple. Apple tilkynnti í síðasta mánuði að það hyggst greiða hluthöfum um tíu milljarða dala í arð á næstu árum.

Sérstaklega er litið til þess að laust fé Google hefur tvöfaldast frá árinu 2009. Í frétt Bloomberg um kröfur hluthafa segir að arðgreiðslur, sem ekki hafa tíðkast hingað til hjá félaginu, myndu bæta upp um 1,5% lækkun hlutabréfaverðs í ár.