Stjórn Haga samþykkti á aðalfundi í dag að greiða hluthöfum aina krónu á hlut í arð. Þetta jafngildir því að þeir sem eiga hlutabréf í Högum fái samtals 1,2 milljarða króna vegna afkomu fyrirtækisins í fyrra.

Fram kemur í tilkynningu frá Högum að arðleysisdagur sé 6. júní næstkomandi, arðsréttindadagur 11. júní en útborgunardagur 27. júní næstkomandi.

Stærsti hluthafi Haga er Gildi lífeyrissjóður með 10,4% hlut. Samkvæmt því ætti hann að fá 124,8 milljónir króna í arð.