Á aðalfundi Hampiðjunnar í síðustu viku var samþykkt að greiða hluthöfum um 146 milljónir króna í arð vegna síðasta rekstrarárs. Upp­hæðin nemur 30% af nafnverði hlutafjár. Þá var tillaga um heimild til kaupa á eigin bréfum sam­þykkt á aðalfundinum. Greint er frá niður­stöðum fundarins í tilkynningu til Kauphallarinnar. Heimild til kaupanna stendur í 18 mánuði og takmarkast við að kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins. Kaup­verðið skal hæst vera 15% yfir síðasta viðskiptagengi á First north markaðinum, þar sem Hampiðjan er skráð. Sjálfkjörið var í stjórn félagsins, þar sem fimm buðu sig fram til stjórnarsetu. Jón Guðmann Pétursson er forstjóri Hampiðjunnar.