Hópur hluthafa í Facebook villl selja hlutabréf í félaginu á eftirmarkaði fyrir um 1 milljarð dala, samkvæmt heimildum Reuters fréttastofu. Það þýðir að heildarvirði félagsins er um 70 milljarðar dala.

Ef af viðskiptunum verður eru þetta ein stærstu viðskipti sem hafa verið gerð með bréf í Facebook. Í frétt Reuters segir að salan bendi til að eldri hluthafar trúi ekki að raunvirði Facebook geti haldið í við markaðsvirði. Seljendur bréfanna reyndu áður að fá meira fyrir hlut sinn, sem hefði verðlagt Facebook á um 90 milljarða dala. Það er meira en virði Time Warner og News Corp til samans. Kaupendur tóku því tilboði ekki.

Meðal þeirra sem vilja selja bréf sín eru núverandi starfsmenn Facebook, sem bíða eftir leyfi frá stjórnendum félagsins fyrir sölu.