Tvær af stærstu hluthöfum í tryggingarfélaginu VÍS hafa keypt um 15% hlut í fjárfestingabankanum Kviku. Kaupvirðið nemur einum milljarði króna. Þetta kemur fram í frétt DV um málið.

Þar meðal eru hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem áttu Skeljung áður en seldu í fyrirtækinu með milljarða hagnaði í lok árs 2013, en þau keyptu 8% hlut í bankanum  í síðustu viku samkvæmt heimildum DV.

Sigurður Bollasson, sem var meðal annars umsvifamikill í íslensku viðskiptalífi fyrir hrun hefur keypt 7% hlut í bankanum. Kaup þeirra voru gerð fyrir nokkrum dögum en stjórnir Kviku og Virðingar hafa undirritað viljayfirlýsingu um sameiningu fyrirtækjanna tveggja eins og Viðskiptablaðið hefur áður greint frá.