*

miðvikudagur, 20. október 2021
Innlent 23. júní 2015 09:00

Hluthafar MP og Straums samþykktu samruna

MP banki og Straumur munu sameinast undir nýju nafni þann 29. júní næstkomandi.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hluthafar í MP banka hf. og Straumi fjárfestingabanka hf. hafa samþykktu í gær tillögur stjórna félaganna um samruna bankanna. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.

Samruninn var samþykktur á hluthafafundum félaganna sem haldnir voru í gær, en samþykki Fjármálaeftirlitsins og heimild Samkeppniseftirlitsins liggja einnig fyrir. Frá og með 29. júní næstkomandi munu bankarnir sameinast undir nafni og kennitölu MP banka. 

Fram kemur í tilkynningu MP banka að allt kapp verði lagt á að í sameiningarferlinu verði viðskiptavinir fyrir sem minnstri röskun vegna þess. Þannig muni þeir ekki þurfa að grípa til aðgerða eða annarra ráðstafana vegna sameiningarinnar.

Boðað hefur verið til fyrsta hluthafafundar sameinaðs félags mánudaginn 29. júní 2015 þar sem ný stjórn bankans verður kosin. Sigurður Atli Jónsson, forstjóri MP banka, mun verða forstjóri hins sameinaða banka og verða höfuðstöðvar hans í Borgartúni 25 þar sem Straumur fjárfestingabanki er nú til húsa.  

Stikkorð: Straumur MP banki