*

sunnudagur, 18. ágúst 2019
Innlent 24. apríl 2019 19:48

Hluthafar samþykkja hlutafjáraukningu

Hluthafafundur Icelandair hefur samþykkt hlutafjáraukningu í tengslum við fjárfestingu PAR Capital í félaginu.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Hluthafafundur Icelandair samþykkti nú síðdegis heimild um allt að 625 milljóna hluta hlutafjáraukningu vegna tilvonandi fjárfestingar PAR Capital Management í félaginu, samkvæmt tilkynningu.

Fram kemur að viðskiptin verði á genginu 9,03, og jafngildir útgáfan því að hámarki rúmum 5,6 milljörðum króna.

Sagt var frá samkomulagi um fjárfestingu PAR Capital í Icelandair í upphafi þessa mánaðar, en samþykki hluthafafundar þurfti fyrir því að hluthafar afsali sér forkaupsrétt að þeim hlutum sem út verða gefnir vegna viðskiptanna.

Stikkorð: Icelandair PAR Capital