Samkvæmt frétt á Vegvísi Landsbankans komu hluthafar Storebrand til fundar í tónlistarhöllinni í Osló síðdegis í dag þar sem þeir greiða atkvæði um yfirtöku félagsins á sænska lífeyris- og líftryggingafélaginu SPP. Tvo þriðju atkvæða þarf til að samþykkja yfirtökuna.

Kaupþing [ KAUP ], sem er stærsti hluthafinn með 20% eignarhlut, hefur lýst yfir stuðningi við kaupin. Það hefur Exista [ EXISTA ] líka gert en félagið á tæplega 10%. Samtals hefur stjórnin yfirlýstan stuðning eigenda um 35% hlutar. Eftir að fundurinn hófst kom í ljós Gjensidige, sem nýlega flaggaði rúmlega 10% hlut í Storebrand, hyggst greiða atkvæði gegn yfirtökunni. Verðið er of hátt að mati Gjensidige.

Í tilefni af fundinum nú rifjar viðskiptamiðillinn e24 upp örlagaríkan hluthafafund Storebrand sem haldinn var á sama stað fyrir rúmum áratug. Þá felldu stórir hluthafar, undir forystu Kjells Inge Røkke, sameiningu Storebrand og Kreditkassen en til stóð að stofna fjármálarisann Christiania.