Þeir sem seldu hlutabréfin sín í TDC til NTC í síðasta mánuði frá greitt fyrir hlutabréfin sín í dag, segir greiningardeild Landsbankans.

Fyrrverandi hluthafar fá 121 milljarð króna fyrir bréfin en þeir voru samtals 74 þúsund.

Líklegt þykir að tugir milljarða króna flæði inn á danska hlutabréfamarkaðinn á næstunni. Áhrifin virðast nú þegar komin fram, að einhverju leyti, þar sem danski hlutabréfamarkaðurinn hækkaði um 2% í dag.

Ef allir hluthafarnir eyða söluandvirðinu í einkaneyslu, sem þykir ekki líklegt, myndi hún aukast um 20% á milli mánaða í febrúar. Það er því reiknað með að áhrifin á danskt efnahagslíf gætu orðið umtalsverð. Í það minnsta til skamms tíma til litið.