Um 19 milljarða lán ríkisins til Saga Capital vegna veðlána Seðlabankans er komið inn í sérstakt félag, Hildu, sem á 16 milljarða í eignum á móti því sem það getur ávaxtað. Ríkið er þó með veð í öllu hlutafé Saga Capital og ekki má greiða út arð til hluthafanna fyrr en lánið hefur verið greitt upp.

Hóflegur hagnaður af reglulegri starfsemi

Þrátt fyrir gríðarlega minnkun efnahagsreiknings, sem fór úr 23,3 milljörðum í 12,6, breyttist rekstrarkostnaður Saga Capital lítið og launakostnaður stóð í stað á milli ára. Hagnaður af reglulegri starfsemi name ekki nema 18 milljónum. Að vísu er tekið fram af hálfu Saga Capital að inni í rekstrarkostnaði síðasta árs sé 150 milljóna króna einskiptikostnaður vegna kaupréttarsamninga og endurskipulagningar á félaginu.

Gott og vel, ef tekið er tillit til þess hefði rekstrarhagnaður bankans numið um 170 milljónum í stað þeirra tæpu 18 sem var niðurstaðan. En þrátt fyrir að tekið væri tillit til þess hefði kostnaðarhlutfall bankans engu að síður verið yfir 80% sem menn telja væntanlega ekki ásættanlegt, a.m.k. ekki til lengri tíma litið. Bókfært eigið fé Saga var 2,6 milljarðar og 170 milljóna hagnaður, að teknu tilliti til skatta af hagnaði, hefði ekki gefið arðsemi eigin fjár nema upp á um 5%. Miðað við það sem á undan er gengið kann þó að vera að eigendur hlutafjárs séu því fegnastir að fá að halda fé sínu og tapa ekki en til lengri tíma vilja menn fá meiri arðsemi af eigin fé og því má staðhæfa að hagnaður Saga Capital af reglulegri starfsemi verði að vera meiri á næstu misserum en í fyrra.

-Nánar í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins