Och-Ziff Capital Management, er nú ætla að loka sjóðum sínum í Evrópu vegna skipulagsbreytinga hjá félaginu. Och-Ziff eiga 9,99% hlut í Arion banka í gegnum fjárfestingarsjóðinn Sculptor Investments. Óvíst er hvort breytingar á starfsemi félagsins í Evrópu munu hafa áhrif á eignarhald félagsins í Arion banka.

Skipulagsbreytingarnar tengjast ráðningu á nýjum forstjóra, Robert Shafir, að því er kemur fram á Bloomberg. Rekstur Och-Ziff hefur gengið erfiðlega í kjölfar þess að félagið var sakað um mútugreiðslur í tengslum við starfsemi þess í Afríku. Félagið gerði síðar dómsátt við saksóknara en afleiðingarnar hafa engu að síður verið þær að fjárfestar hafa dregið sig út úr sjóðum þess.

„Einn af þeim hlutum sem ég vil ganga úr skugga er að við sjáum að leggja áherslu á kjarnastarfsemina og í hreinskilni sagt, draga úr áherslu á þann hluta starfseminnar sem er á jaðrinum,“ er hefur Bloomberg eftir Shafir.