Danski fjárfestingarsjóðurinn William Demant hefur keypt franska fyrirtækið Neurelec fyrir 57,5 milljónir evra, jafnvirði níu milljarða íslenskra króna. Neurelec framleiðir rafskaut, svokallaða kuðunga, sem mögulegt er að græða í höfuð heyrnarlausra og heyrnarskerta einstaklinga og gerir þeim kleift að heyra hljóð. William Demant er helsti eigandi stoðtækjaframleiðandans Össurar með 41,2% hlut. William Demant hefur einbeitt sér að hljóðsviðinu frá upphafi en það á m.a. fyrirtækið Oticon, eitt af umsvifamestu framleiðendum heyrnartækja í heimi. Stofnandi Oticon var Hans Demant, sem William Demant er byggt á.

Fram kemur á vef danska viðskiptablaðsins Börsen að stjórnendur William Demant búist við að tekjur Neurelec verði um 100 milljónir danskra króna á þessu ári. Það gera rétt rúm 2 milljarða íslenskra króna. Það hefur ekki mikil fjárhagsleg áhrif á rekstur William Demant. Þá kemur fram í frétt Börsen að kuðungsígræðslum hafi fjölgað um 10% á hverju ári.

Tekjur Neurelec námu 138 milljónum danskra króna í fyrra og skilaði lítilsháttar hagnaði.