Öllum hluthöfum Össurar, sem eignuðust hlutabréf í félaginu fyrir 1. nóvember 2010, hefur verið veitt heimild til að umbreyta bréfum sínum og flytja þau af íslenska markaðnum yfir á þann danska. Össur er tvíhliða skráð í íslensku og dönsku kauphöllinni.

Seðlabanki Íslands veitti heimildina að beiðni Össurar. Áður var heimildin bundin við bréf sem keypt voru fyrir 1. apríl 2009. Enn þarf sérstaka undanþágu frá Seðlabanka Íslands vegna umbreytingu og flutnings á hlutum frá Danmörku til Íslands.