Stór hluti af FIH er til sölu. Talsmaður ATP, Carsten Stendevad, sem á um 50% hlut í bankanum útilokar ekki að ATP muni kaupa þann hlut sem er til sölu.

„Við erum ekki með nein plön. Ég er að hugsa um marga hluti. Það gerum við hér hjá þessu fyrirtæki og eignasafn okkar er mjög margbreytilegt . Ég hef ekkert að segja um FIH. En ég ætla ekki að neita neinu,“ segir Carsten Stendevad við epn.dk .

ATP keypti hlut sinn í FIH árið 2010 af Seðlabanka Íslands sem hafði tekið yfir hlutinn af Kaupþingi.