Eftir að grunnskólakennarar samþykktu nýverið kjarasamning til eins árs hafa 40% þeirra grunnskólakennara sem sögðu upp störfum í Reykjavík og Reykjanesi dregið uppsögn sína til baka. Þetta kemur fram á vef Rúv. Af þeim 80 grunnskólakennurum sem skiluðu inn uppsagnarbréfi í Reykjavík hafa 25 dregið uppsögn sína til baka. Þá hafa 33 af 44 grunnskólakennurum á Reykjanesi dregið uppsögn sína til baka.

Í fréttinni kemur fram að Ólafur Loftsson, formaður Félags grunnskólakennara, hafi hugleitt að hætta formennsku í félaginu en síðan ákveðið að halda áfram störfum. Bendir hann á að kennarar á landinu munu koma til með að velja sér forystu á aðalfundi í apríl 2018.