Embættismenn Evrópusambandsins vinna nú hörðum að því þessa dagana að finna lausnir á gríðarlegum skuldavanda Grikkja. Þetta kemur fram á vef Deutsche Welle.

Skuldir Grikklands eru um 300 milljarðar evra, 46.000 milljarða króna. Áætlanir gera ráð fyrir að skuldirnar haldi áfram að vaxa og verði 160% af þjóðarframleiðslu árið 2014.

Að sögn blaðsins eru nokkrar leiðir til skoðunar, þar á meðal sú að skuldabréfaeigandur taki á lækkun (e. haircut) og þar með tap á skuldabréfaeign sinni.  Að mati Birgit Figge, hjá greiningar deild DZ bankans, er það óumflýjanlegt.

Á morgun hefst tveggja daga fundur forystumanna Evrópusambandsins en ólíktlegt er þetta mál verði tekið fyrir þar.