*

þriðjudagur, 23. júlí 2019
Innlent 25. apríl 2019 13:05

Hluti tjóns Valitor fellur á Landsbankann

Samkvæmt ákvæði í kaupsamningi Arion á 38% hlut Landsbankans ber hann hluta tjónsins vegna málsins.

Ritstjórn
Viðar Þorkelsson hefur verið forstjóri Valitor frá árinu 2010.
Haraldur Guðjónsson

Hluti af því tjóni sem Valitor verður fyrir vegna skaðabótamáls Datacell ehf. og Sunshine Press Productions ehf. mun falla á Landsbankann. Þetta kemur fram í frétt á vef Morgunblaðsins í morgun.

Ábyrgð Landsbankans á rætur sínar að rekja til ákvæðis í kaupsamningi 38% hlutar kortafyrirtækisins sem Arion banki keypti af honum árið 2014.

Haft er eftir Rúnari Pálmasyni, upplýsingafulltrúa Landsbankans, að ákvæðið sé ekki óvanalegt í slíkum viðskiptum, en með því hafi bankinn verið að ábyrgjast tiltekna kosti eignarinnar, sem kaupverðið hafi endurspeglað.

Stikkorð: Arion banki Landsbankinn Valitor