Veiðigjald verður hækkað og munu 30% þess renna til sjávarbyggða. Þetta er meðal innihalds frumvarps um fiskveiðistjórn samvkæmt heimildum sem Morgunblaðið vísar til. Frumvarpið verður rætt á fundi ríkisstjórnarinnar í dag  og líklegt er talið að það verði afgreitt úr ríkisstjórn í vikunni, jafnvel í dag. Gert er ráð fyrir að veiðigjald skili um 3 milljörðum króna í ríkissjóð aá þessu fiskveiðiári.

Fjórir ráðherra hafa komið að vinnu við gerð frumvarpsins undanfarna mánuði, auk Jóns Bjarnasonar hafa þau Jóhanna Sigurðardóttir, Steingrímur J. Sigfússon og Guðbjartur Hannesson, tekið þátt í vinnunni. Starfshópurinn lauk vinnunni á sunnudag á Þingvöllum.