Olíufyrirtækið British Petroleum skilaði tapi upp á 2,2 milljarða Bandaríkjadali, eða 286 milljarða króna, samkvæmt uppgjöri fyrir fjórða ársfjórðung sem var birt í gær.

Helsta ástæða taps olíurisans var vegna lækkandi olíuverðs og niðurfærslna og endurskipulagningarkostnaðar tengdum lækkandi olíuverði..Félagið áætlar að segja upp 7.000 starfsmönnum á næstu tveimur árum í endurskipulagningum.

Meðalverð á olíu á fjórða ársfjóðrðungi var 44 dalir á tunnuna, en það hefur lækkað mikið síðan og er nú 33 dalir á tunnuna. Líklegt er því að félagið muni halda áfram að skila tapi á fyrsta fjórðungi þessa árs, líkt og önnur fyrirtæki í olíugeiranum.

Hlutabréf í félagið hafa fallið um rúmlega 7% það sem af er degi.