Greiningardeild Kaupþings lækkar tólf mánaða markgengi sitt á FL Group í 27 krónur á hlut úr 32 og er ráðgjöfin til fjárfesta ?hlutlaus?. Gengið var 25,5 við lok markaðar í dag, samkvæmt upplýsingum frá Markaðsvakt Mentis.

?Það er okkar mat að núverandi markaðsverð FL Group endurspegli ekki verðmæti undirliggjandi eigna félagsins (NAV = 17 krónur). Hins vegar er þetta ekkert nýtt þar sem viðskipti með bréf í félaginu hafa alltaf verið með álagi. Við gerum ráð fyrir að fjárfestar muni áfram vera tilbúnir að kaupa bréf í félaginu með álagi, en þó lægra álagi en áður vegna breytinga á markaðsaðstæður,? segir greiningardeildin.

Hún brýnir fyrir fjárfestum að það er talsverð áhætta sem fylgir því að fjárfesta í bréfum FL Group.