Markaðsvirði 44% eignarhlutar Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem er í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, hefur hækkað um 23 milljarða á árinu úr 43 milljörðum króna í 66 milljarða króna. Hlutabréfaverð í Brimi hefur hækkað um helming á árinu.

Útgerðarfélag Reykjavíkur keypti upphaflega 34% hlut Kristjáns Loftssonar og tengdra aðila í Brimi, sem þá hét HB Grandi, árið 2018 á tæplega 22 milljarða króna.

Þá eiga KG Fiskverkun og Stekkjarsalir ehf., sem er í eigu Hjálmars Kristjánssonar, bróður Guðmundar og sona Hjálmars, Daða og Fannars, ríflega 6% hlut í Brimi sem er um 9,5 milljarða króna virði, svo samanlagt fer fjölskyldan með meirihluta í Brimi.

Ítarlega er fjallað um stærstu fjárfestana á íslenskum hlutabréfamarkaði í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta skráð sig í áskrift hér .