Hlutur Kaupþings í Sainsbury hefur verið seldur fyrir 84,3 milljónir punda. Um er að ræða 27,2 milljónir hluta í fyrirtækinu.

Frá þessu var greint í breskum fjölmiðlum um mánaðamótin.

Hluturinn í Sainsbury var áður í eigu Robert Tchenguiz en Kaupthing Singer & Friedlander tók hann yfir eftir veðkall í október sl.

Þessi sala kom því ekki inn á borð skilanefndar Kaupþings.

(Fréttin var uppfærð kl. 15.28).