Frestur til að skila inn tilboðum í hlutabréf Samkaupa rennur út í dag. Ekki er um stóran hlut að ræða, 150.000 krónur að nafnvirði sem jafngilda tæpum 0,04% hlut en hlutafé verslunarinnar nemur 390 milljónum króna og er hver hlutur ein króna að nafnverði.

Úrval og Strax. Samkaup voru stofnuð árið 1998 upp úr Kaupfélagi Suðurnesja. Árið 2001 sameinuðust Samkaup  Matbæ (áður verslunarsvið KEA).

Samkaup reka um fimmtíu verslanir víða um land en undir keðjunni eru m.a. Nettó,  Kaupfélag Suðurnesja á 54% hlut í Samkaupum, KB framfarafélag á 15% og Kaupfélag Borgarfjarðar 13%. Hluthafar eru á þriðja hundrað.

Alla jafna mun ekki vera mikil hreyfing á hlutabréfum Samkaupa en talið er að um fjögur ár séu liðin síðan hlutabréf í versluninni skiptu síðast um hendur. Hluturinn sem til sölu er komst í hendur skiptastjóra úr þrotabúi í fyrra. Eftir því sem næst verður komist bárust tvö tilboð í hlutinn.

Dagmar Arnardóttir, lögmaður hjá Lex, heldur utan utan um tilboðsferlið fyrir hönd skiptastjóra þrotabúsins sem átti þau áður. Hún vildi ekki gefa upp hvað tilboðin hljóði upp á.

„Við viljum bara fá eins mikið fyrir þau og við getum,“ segir hún.