Ráðgjafafyrirtækið McKinsey, sem lengi hefur starfað þétt með danska risanum A.P. Møller - Mærsk og forstjóra hans, Nils Smedegaard Andersen, hefur unnið skýrslu fyrir Mærsk þar sem velt er fram mögulegri sölu á eignarhlutum að því fram kemur í frétt Jyllandsposten. Í henni er bent á að hagkvæmt væri til lengri tíma litið að selja 20% eignarhlut Mærsk í Danske Bank þannig að Mærsk einbeitti sér eingöngu að skipaflutningum og olíuviðskiptum. Hjá lífeyrissjóðnum ATP, sem auk Mærsk fjölskyldunnar, er stærsti eigandi Mærsk, horfa menn það jákvæðum augum að selja hlut félagsins í Danske Bank að því er fram kemur í dönskum fjölmiðlum.