Eignir lífeyrissjóðanna hafa aukist töluvert á milli ára og aukningin er gríðarmikil þegar horft er á tímabilið frá hruni.

Fjármálaeftirlitið vekur hins vegar athygli á því í ársreikningabók lífeyrissjóðanna, sem kom út á dögunum, að hlutdeild fjárfestinga í verðbréfum með ábyrgð ríkis eða sveitarfélaga af heildareignum lífeyrissjóða hefur verið að aukast ár frá árinu. Um síðustu áramót voru þessar eignir 49% af heildareignum sjóðanna, en til samanburðar nam eign þeirra í hlutabréfum 22%.

Bent hefur verið á að ef sjóðsöfnunarkerfi eins og það íslenska er byggt um of á ríkistryggðum skuldabréfum fer munurinn á því og hefðbundnu gegnumstreymiskerfi að verða óljós. Lífeyrissjóðirnir hafa sjálfir ítrekað bent á galla þessarar þróunar og vilja fá að fjárfesta meira í erlendum eignum en þeir geta nú vegna gjaldeyrishafta. Ef horft er til þróunar síðustu ára er hætt við því að sjóðsöfnunareinkenni íslenska lífeyrissjóðakerfisins dofni enn frekar ef ekki verður orðið við þessum kröfum sjóðanna.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .