,,Þetta er auðvitað eitthvað sem er ekki á bætandi þessa daganna,” sagðu Hermann Guðmundsson, forstjóri N1, en með ákvörðun alþingis um hækkun á eldsneyti fer gjaldtaka ríkisins á ný yfir 50% af útsöluverði.

,,Það er rétt sem segir í fylgiskjölum að bensínverð hefur ekki hækkað í mörg ár og alls ekki fylgt verðlagi og ekki þó það hafi hækkað núna. Við vorum auðvitað að vonast eftir því að Íslendingar gætu notið lægra olíuverðs lengur en í nokkra dag. Þetta er því óheppileg tímasetning.”

Eins og áður segir fer hlutur ríkisins nú yfir 50% af útsöluverði bensíns eða nákvæmlega 52,5%. Hlutfallið var áður 46%.