Hlutur ríkisins í Flugskóla Íslands hefur verið seldur. Á miðvikudaginn undirritaði samgönguráðherra kaupsamning um sölu á hlutafé ríkisins og eru kaupendur Flugtak ehf., Air Atlanta hf. og Flugskólinn hf. Flugskóli Íslands varð til með setningu laga um skólann, sem afgreidd voru á Alþingi sumarið 1998, er nú einkavæddur með öllu.

Fyrir árið 1998 var öll kennsla til bóklegra atvinnuflugmannsréttinda á hendi Flugmálastjórnar. Á sama tíma annaðist Flugmálastjórn einnig eftirlit með öllu flugi og þar með talið flugkennslu í landinu. Lögin frá 1998 voru sett í framhaldi af aðskilnaði framkvæmdavalds frá löggjafarvaldinu sem og að tryggja áframhaldandi kennslu til atvinnuflugs í landinu.

Auk ríkisins tóku Flugleiðir hf., Air Atlanta, Íslandsflug hf. auk flugskólanna Flugtaks og Flugmenntar þátt í stofnun og uppbyggingu skólans.

Flugskóli Íslands er nú alfarið í eigu einkaaðila eins og áform stjórnvalda um einkavæðingu gera ráð fyrir. Eftirlit verður áfram í höndum Flugmálastjórnar Íslands.