Embættiskonan Emily O'Reilly hefur sent Jean-Claude Juncker, forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins bréf sem varðar siðferðisleg viðmið Evrópusambandsins. Bréfið kemur í kjölfar fjölda ábendinga og kvartana vegna ráðningar Jose Manuel Barroso, fyrrverandi framkvæmdastjóra Evrópusambandsins.

Barroso var ráðinn til fjárfestingabankans Goldman Sachs í júlí á þessu ári. Samkvæmt bankanum var hann ráðinn inn sem sérstakur ráðgjafi í málum sem varða útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. Samkvæmt lögum verða æðstu embættismenn ESB að halda sig utan vinnumarkaðarins í 18 mánuði, ef þeir ljúka störfum hjá ESB.

Þrátt fyrir að Borroso hafi virt allar reglur, telst ráðningin afar umdeild. Barroso gegndi stöðu forseta framkvæmdarstjórnar ESB í 10 ár. Helstu gagnrýnendur Evrópusambandsins, segja ráðninguna sýna hversu spillt Evrópusambandið sé í raun og veru. Nú þegar hafa 62.000 undirskriftir safnast, sem hvetja Evrópusambandið til þess að rifta lífeyrissamning Barroso.

O'Reilly hvatti framkvæmdarstjórnina með bréfi sínu, til þess að endurskoða siðareglur sambandsins. Á pólitískum óróatímum sem þessum, telur hún það mikilvægt að trúverðuleika sambandins sé ekki ógnað.

Hluta bréfsins má nálgast hér .