Fjármálaráðherrar innan Evrópusambandsins munu skoða það hvort Björgunarsjóði Evrópu verði gert að tryggja skuldabréf þjóða í erfiðleikum um allt að 30% af virði þess. Þetta kemur fram í Morgunpósti IFS greiningar. Þar segir að ráðherrarnir muni hittast 29. nóvember næstkomandi til að ræða aðgerðir sem myndu efla traust fjárfesta á mörkuðum. Ástandið hafi versnað að undanförnu þar sem Þýskaland náði ekki að fá nægilegan fjölda kaupenda að skuldabréfum sínum og lánshæfiseinkun Belgíu var lækkuð.