Illugi Gunnarsson, menntamálaráðherra, vill endurskoða hlutverk Ríkisútvarpsins. Hann telur að Ríkisútvarpið eigi að bjóða upp á efni sem einkastöðvarnar eiga erfitt með að gera. Þetta kemur fram í viðtali við Illuga í þættinum ,,Pólitík" á Vísi.

Undir þetta fellur meðal annars efni um sögu þjóðarinnar, menningu, listir og stjórnmálaumræðu. Hann telur að einkastöðvarnar geri það en rétt sé að gera aukna kröfu til Ríkisútvarpsins að sinna því.

Illugi er ósammála Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Vestmannaeyja, að loka eigi Þjóðleikhúsinu. Hann telur að siðuðu samfélagi þurfi á svona starfsemi að halda og að þetta bæti samfélagið.