*

miðvikudagur, 27. janúar 2021
Innlent 28. ágúst 2014 20:25

Hlutverk vefsins í rekstri fyrirtækja - Myndir

„Er vefstjórinn forstjóri í þínu fyrirtæki“ var yfirheiti fundar Skýrslutæknifélags Íslands sem haldinn var á miðvikudaginn.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Fjallað var um vefmál og hlutverk þeirra í rekstri fyrirtækja á fundi Skýrslutæknifélags Íslands í gær. Þar var því velt upp hvort vefstjórar í fyrirtækjum væru í raun forstjórarnir þar sem stefnur vefstjóra ríma ekki endilega við stefnur fyrirtækisins. Fjölmennt var á fundinum sem haldinn var á Grand Hótel. Skýrslutæknifélag Íslands er óháð félag einstaklinga, fyrirtækja og stofnana á sviði upplýsingatækni.

Fyrirlesarar á fundinum voru þau Sigurjón Ólafsson frá Fúnksjón vefráðgjöf, Díana Dögg Víglundsdóttir, vefstjóri hjá N1, Magnús Þór Gylfason, yfirmaður samskiptasviðs Landsvirkjunar, og Hjalti Sigfússon, vefstjóri Reykjavík Excursions.