Kjörstjórn Vinstri grænna í Norðaustur kjördæmi hefur nú birt atkvæðatölur í átta efstu sætin í forvali flokksins frá því í síðustu viku en Viðskiptablaðið hafði óskað eftir þeim upplýsingum frá flokknum.

Eins og fram hafði komið í tilkynningu VG fékk Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins afgerandi kosningu í fyrsta sæti listans en um 470 manns tóku þátt í forvalinu þar sem 21 einstaklingur gaf kost á sér.

Steingrímur J. fékk alls 422 atkvæði í fyrsta sæti. Þá fékk Hlynur Hallsson, fyrrverandi varaþingmaður flokksins 39 atkvæði í fyrsta sæti og Þuríður Backman 2 atkvæði.

Þuríður Backman fékk síðan 200 atkvæði í annað sæti listans.