*

fimmtudagur, 18. júlí 2019
Fólk 7. maí 2018 08:22

Hlynur og Helga leiða Miðflokkinn

Framboðslistar Miðflokksins á Akranesi og Akureyri eru leiddir af Helgu K. Jónsdóttir vélsmið og Hlyni Jóhannsyni hjá Hertz.

Ritstjórn
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er formaður Miðflokksins sem býður nú fram til bæjarstjórna á Akureyri og Akranesi.
Gígja Dögg Einarsdóttir

Hlynur Jóhannsson, svæðisstjóri Hertz bílaleigu skipar efsta sæti á lista Miðflokksins á Akureyri og Helga K. Jónsdóttir vélsmiður leiðir lista flokksins á Akranesi, fyrir komandi bæjarstjórnarkosningar. 

Hlynur Jóhannsson, sem er 50 ára, er menntaður íþróttakennari frá Laugarvatni. Hann er giftur Karen Ingimarsdóttur og eiga þau þrjú börn. Í öðru sæti listans á Akureyri er Rósa Njálsdóttir skrifstofukona og þriðja sæti skipar Karl Liljendal Hólmgeirsson nemi.

Athygli vakti eins og Viðskiptablaðið sagði frá í síðustu viku að Miðflokkurinn mældist inni með mann í borgarstjórn samkvæmt nyrri könnun, þó ekki væri búið að boða framboð í bænum eða tilkynna oddvita.

Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður, mun svo leiða lista Miðflokksins til komandi bæjarstjórnarkosninga á Akranesi. Í öðru sæti er Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri. Í því þriðja er Steinþór Árnason, veitingamaður. Í því fjórða er Hörður Svavarsson, rafvirkjameistari. Í því fimmta er Kolbrún Líndal Jónsdóttir, innkaupastjóri og í því sjötta er Íris Baldursdóttir, kennari.

Hér má sjá lista Miðflokksins á Akureyri:

 • 1    Hlynur Jóhannsson    Stöðvarstjóri
 • 2    Rósa Njálsdóttir    Skrifstofukona
 • 3    Karl Liljendal Hólmgeirsson    Nemi
 • 4    Viðar Valdimarsson    Skrifstofumaður
 • 5    Helgi Sveinbjörn Jóhannesson    Starfsmaður Flugþjónustu
 • 6    Sigrún Elva Briem    Heilbrigðisritari
 • 7    Jón Bragi Gunnarsson    Viðskiptafræðingur
 • 8    Sigríður Valdís Bergvinsdóttir    Hársnyrtimeistari
 • 9    Stefán Örn Steinþórsson    Bifvélavirki
 • 10    Jóhanna Norðfjörð    Fjármálastjóri
 • 11    Hjörleifur Hallgríms Herbertsson    Framkvæmdastjóri
 • 12    Regína Helgadóttir    Bókari
 • 13    Hannes Karlsson    Framkvæmdastjóri
 • 14    Sigríður Inga Pétursdóttir    Hjúkrunarfræðingur
 • 15    Karl Steingrímsson    Sjómaður
 • 16    Þorvaldur Helgi Sigurpálsson    Iðnaðarmaður
 • 17    Berglind Bergvinsdóttir    Leik og grunnskólakennari
 • 18    Hlíf Kjartansdóttir    Húsmóðir
 • 19    Úlfhildur Rögnvaldsdóttir    Fyrrverandi bæjarfulltrúi
 • 20    Helga Kristjánsdóttir    Húsmóðir
 • 21    Hákon Hákonarson    Vélvirki
 • 22    Gerður Jónsdóttir    Húsmóðir

Hér má sjá lista Miðflokksins á Akranesi:

 1. Helga K. Jónsdóttir, vélsmiður
 2. Rúnar Ólason, framkvæmdastjóri
 3. Steinþór Árnason, veitingamaður
 4. Hörður Svavarsson, rafvirkjameistari
 5. Kolbrún Líndal Guðjónsdóttir, innkaupastjóri
 6. Íris Baldursdóttir, kennari
 7. Lárus Jóhann Guðjónsson, málari
 8. Krystyna Jabloszewa, fiskverkakona
 9. Gunnar Þór Gunnarsson, framkvæmdastjóri
 10. Hallbjörn Líndal Viktorsson, rafvirki
 11. Ásgeir Einarsson, kafari
 12. Svavar Sigurðsson, starfsmaður hjá Norðuráli
 13. Örn Már Guðjónsson, bakari
 14. Jón Andri Björnsson, verslunarmaður
 15. Gunnar Þór Heiðarsson, hafnarverndarfulltrúi
 16. Oddur Gíslason, sjómaður
 17. Bergþór Ólason, alþingismaður
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is