*

mánudagur, 24. febrúar 2020
Fólk 17. desember 2019 13:42

Hlynur stýrir sölufélagi Samherja

Ice Fresh Seafood, sölufyrirtæki Samherja, hefur ráðið Hlyn Veigarsson sem aðstoðarframkvæmdastjóra.

Ritstjórn
Samherji er með starfsemi víða um land til að mynda með veglega landsfrystingu á Dalvík. Mynd/Þorgeir Baldursson

Hlynur Veigarsson hefur tekið við nýju starfi sem aðstoðarframkvæmdastjóri Ice Fresh Seafood, sem er sölufyrirtæki Samherja.

Hlynur mun gegna starfi framkvæmdastjóra í fjarveru Gústafs Baldvinssonar sem áætlað er að snúi aftur til starfa í apríl næstkomandi. Eftir það mun Hlynur gegna starfi aðstoðarframkvæmdastjóra við hlið Gústafs.

Hlynur hefur starfað hjá Samherja frá árinu 1992 þegar hann var til sjós á ýmsum frystitogurum Samherja á sumrin, meðfram námi.

Hlynur kom fyrst inn í söludeild Samherja á árinu 2002 sem sölustjóri eldisafurða og annaðist hann síðar sölu á sjófrystum afurðum inn á Asíumarkað.

Hynur er með meistaragráðu í matvæla- og rekstrarfræði frá Háskóla Íslands. Hann er kvæntur Þórhöllu Andrésdóttur og eiga þau saman fjögura börn.