Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ) gæti dottið í lukkupottinn og fengið rúman milljarð króna frá Alþjóðaknattspyrnusambandinu (FIFA) komist íslenska landsliðið í lokakeppni Heimsmeistarakeppninnar í Brasílíu. Rúv greindi frá þessu í gær.

KSÍ fær engar greiðslur þó landsliðið hafi komist í umspil en öðru máli gegnir komist það í lokakeppnina næsta sumar. Geir Þorsteinsson greindi frá því í viðtali á RÚV í gær að Suður-Ameríkuliðin sem komust í gegnum umspilið fyrir síðustu heimsmeistarakeppni hafi fengið 9 milljónir dollara, eða rúman milljarð, frá FIFA. Hann segir að fjárframlagið að þessu sinni veriði ákveðið á fundi FIFA í desember. Hann eigi ekki von á því að það verði lægra en fyrir fjórum árum.

Fram kemur í viðtali Fréttablaðsins við Geir Þorsteinsson, formann KSÍ, í dag að upphæðin sé óljós.

„Við viljum helst halda okkar við umræðu um íþróttina sjálfa innan sambandsins og lítið ræða peningamál en ég get samt sem áður sagt að þau lið sem féllu úr leik í riðlakeppninni á heimsmeistaramótinu í Suður-Afríku árið 2010 fengu öll níu milljónir Bandaríkjadala.“