*

mánudagur, 17. júní 2019
Erlent 4. júlí 2018 18:01

HM eykur einkaneyslu á Englandi

Velgengni enska landsliðsins á HM hefur verulega aukið eftirspurn eftir mat- og drykkjarvöru á Englandi.

Ritstjórn
Varsla Jordan Pickford í gærkvöldi gæti aukið einkaneyslu á Englandi um 1,7 milljarða punda
epa

Einkaneysla á Englandi hefur aukist um milljarð punda á meðan HM í knattspyrnu hefur staðið yfir samkvæmt rannsóknarmiðstöð verslunarinnar á Englandi. Þetta kemur fram í frétt BBC. Samkvæmt rannsóknarmiðstöðinni er einkaneysla í tengslum við HM nú þegar 800 milljónum punda meiri en hún var fyrir á HM fyrir fjórum árum þegar enska liðið datt út í riðlakeppninni. Nær aukin neysla helst til verslana sem selja matvöru og drykki sem Englendingar neyta á meðan leikjum stendur. 

Samkvæmt stofnuninni er gert ráð fyrir því að neyslan muni nema um 2,7 milljörðum punda ef enska liðið kemst í úrslitaleikinn. Í skýrslu stofnunarinnar kemur fram að hvert mark sem enskur landsliðsmaður skorar á leið í úrslitaleikinn gæti aukið veltu smásala um 165 milljónir og um 33 milljónir hjá krám, hótelum og veitingastöðum.

Andy Haldane, yfirhagfræðingur Englandsbanka segir í samtali við BBC að velgengni landsliðsins væri að hjálpa við efnahagsbata landsins. „Sviðsmyndin í efnahagslífinu lítur betur út með aukinni einkaneyslu,“ segir Haldane. „HM virðist hafa áhrif. Án þess að storka örlögunum þá hefur velgengni á knattspyrnuvellinum aukið við líklega aukið við hvata til aukinnar einkaneyslu meðal stuðningsmanna landsliðsins.“

Eins og flestir sem fylgst hafa með HM sigraði England Kólumbíu í vítaspyrnukeppni í gærkvöldi í 16-liða úrslitum mótsins. Var þetta í fyrsta sinn sem enska landsliðið vinnur vítaspyrnukeppni á HM en liðið hafði áður tapað þremur keppnum. Þá var þetta í fyrsta sinn sem enska landsliðið vinnur leik í útsláttarkeppni á stórmóti frá árinu 2006 þegar liðið sigraði Ekvador í 16-liða úrslitum HM í Þýskalandi. 

Stikkorð: HM Einkaneysla England
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is