Eggjaverð í Indónesíu hækkaði um 8% á milli mánaða og hefur verðið ekki verið hærra í tvö ár. Talið er að Heimsmeistaramótið í knattspyrnu hafi valdið þessari verðhækkun, en á meðan mótinu stóð jókst eftirspurn eftir eggjum gífurlega í landinu. Bloomberg greinir frá þessu .

Leopold Halim, aðalritari indónesísku alifuglasamtakanna, segir að þessi aukna eftirspurn eftir eggjum eiga rætur að rekja til þess að knattspyrnuunnendur í landinu hafi verið duglegir að borða núðlur með eggjum yfir leikjunum á HM. Auk þess hafi framboð eggja farið minnkandi þar sem að margir bændur hafi selt hænur sínar til slátrunar, vegna aukinnar eftirspurnar eftir kjúklingakjöti í Indónesíu.