*

fimmtudagur, 22. ágúst 2019
Innlent 1. febrúar 2018 10:00

H&M selt fyrir 1,2 milljarða á Íslandi

H&M hefur selt vörur fyrir á annan milljarð króna fyrir opnun fyrstu verslunarinnar í ágúst.

Ingvar Haraldsson
Við opnun H&M í Smáralind í ágúst.
Eva Björk Ægisdóttir

Fatarisinn H&M seldi vörur fyrir 1,2 milljarða íslenskra króna í verslunum sínum hér á landi, frá opnun fyrstu verslunarinnar í ágúst og til nóvemberloka.

Þetta kemur fram í nýbirtu ársuppgjöri H&M fyrir árið 2017. Alls seldi H&M vörur fyrir 14 milljónir sænskra króna, um 166 milljónir íslenskra króna, fyrstu sex dagana eftir opnun H&M í Smáralind þann 26. ágúst.

Í september, október og nóvember seldi H&M svo vörur hér á landi í Smáralind og Kringlunni fyrir 81 milljón sænskra króna, eða sem samsvarar rúmum milljarði íslenskra króna.

Stefnt er á opnun þriðju H&M verslunarinnar á Hafnartorgi, sem nú er í byggingu, við Kolaportið í miðborg Reykjavíkur, síðar á þessu ári.