Er ætlunin að vörumerkið verði nútímalegur markaður sem bjóði nauðsynlegar vörur fyrir menn og konur, börn og heimili að því er segir í tilkynninu fyrirtækisins.

Verslanir undir merkjum Arket munu selja eigin vörur ásamt völdum vörum frá öðrum fyrirtækjum, en fatamerkið er sagt verða eilítið dýrari en meginvörur H&M vörumerkisins. Í frétt Business of fashion er nefnt að skyrtur verði verðlagðar á bilinu 39 evrur og allt upp í 115 evrur.

Hagnast um 388 milljarða fyrstu 3 mánuði ársins

H&M birti í morgun niðurstöður fyrsta ársfjórðung ársins, en salan jókst um 7% upp í 5,4 milljarða sænskra króna, en hagnaður fyrir skatt féll samt sem áður milli ára frá 3,2 milljörðum frá 3,33 milljörðum. Hagnaður ársfjórðungsins samsvarar um 388 milljörðum íslenskra króna.

„Við trúum því að það sé mikilvægt fyrir neytendur nútímans að geta sett undir einu þaki mismunandi vörumerki saman, svo þeir hafi það val ásamt þeim þægindum sem því fylgir,“ sagði Ulrika Bernhardtz, stjórnandi hönnunar hjá Arket.

Fyrsta verslunin í London

Fyrsta verslun Arket verður opnuð á Regent stræti í London seint í sumar eða snemma í haust á þessu ári. Á sama tíma verður hægt að kaupa vörurnar í 18 löndum í Evrópu, en síðan munu hefðbundnar verslanir verða opnaðar í Brussel, Kaupmannahöfn og Münich.

Verslanir Arket munu hýsa kaffihús þar sem vörur verða á boðstólnum sem tilheyra hinu svokallaða nýja norræna eldhúsi.

Fleiri vörumerki í H&M keðjunni

Arket, sem þýðir á sænsku blaðsíður, er nýjasta viðbótin í vörumerkjalínu H&M keðjunnar, en hinar eru & Other Stories, Cheap Mondays, COS, Monki og Weekdays, utan H&M vörumerkisins.

Karl-Johan Persson framkvæmdastjóri og forseti H&M segir að síðan félagið opnaði COS fyrst fyrir tíu árum, hafi félagið sett af stað ný vörumerki.