H&M verslunarkeðjan hyggst opna næstu verslun sína hér á landi 28. september næstkomandi í Kringlunni, að sögn Karl-Johans Persson, forstjóra H&M Group.

Spurður út í frekari framtíðaráætlanir fyrirtækisins hér á landi og hvort eitthvað geti breyst í þeim áætlunum sem hafa verið gefnar upp um að opna verslun í Kringlunni og Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur segist hann vera vongóður, en setur samt ákveðinn fyrirvara.

„Við höfum þegar ákveðið tvær verslanir,“ segir Karl-Johan og vísar þá í verslunina í Smáralind og Kringlunni en spurður út í væntanlega verslun á Hafnartorgi segir hann um þær áætlanir:

„Ein er í vinnslu en auðvitað sjáum við til. Við munum halda áfram að skoða nýjar staðsetningar, en ef þetta gengur ekki vel hér í þessari verslun mun það auðvitað hafa áhrif á okkar ákvarðanir.“

Nánar má lesa um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir Tölublöð , aðrir geta gerst áskrifendur hér .