H&M hagnaðist um 4,65 milljarða sænskra króna á fjórða ársfjórðungi sem var lítillega yfir væntingum markaðsaðila. Hagnaður jókst um 22% á milli ára en velta, sem nam 22,8 milljörðum SEK, um 17%.

Í Hálf fimm fréttum Kaupþings segir að vöxtur H&M skýrist af fjölgun verslana í Kína, í Þýskalandi, stærsta markaðssvæði félagsins, og á Bretlandseyjum. Framlegðarhlutfallið var 62,1% samanborið við 61,8% árið áður, en EBITDA-framlegð reyndist vera 27,9% á fjórðungnum samanborið við 24,2% árið 2007.