Hlutabréf í HMV hækkuðu um 15% í gær í kjölfar þess að fyrirtækið hafi átt bestu jólasölu sína síðan það var skráð á markað árið 2002. Fyrirtækið væntir þess að afkoma fyrirtækisins á síðasta ári fyrir hafi verið 5,5-6,8 milljarðar króna. Sala fyrirtækisins jókst um 9,4% milli ára og gefur Simon Fox, framkvæmdarstjóri HMV, lítið fyrir áhyggjur annarra smásöluaðila um minnkandi eyðslu neytenda, að því er fram kemur í frétt Dow Jones fréttaveitunnar.