H:N markaðssamskipti, sem sérhæfir í ráðgjöf í markaðsstarfsemi, hagnaðist um 1,3 milljónir króna árið 2016. Þetta kemur fram í ársreikningi félagsins. Hagnaður fyrir árið 2015 er ekki gefinn upp.

Sala H:N markaðssamskipta nam rúmlega 694 milljónum og var rekstrarkostnaður tæplega 692 milljónir. Rekstrarhagnaður nam tæplega 915 þúsundum.

Eignir námu rúmlega 160 milljónum í árslok. Þar af var eigið fé 26,4 milljónir. Handbært fé var 15,5 milljónir í lok árs.

H:N markaðssamskipti er í eigu Ingva Jökuls Logasonar, framkvæmdastjóra fyrirtækisins, og Hrefnu Bjarkar Hallgrímsdóttur.