Vatnskrísur, hnatthlýnun og búsetuflutningur í massavís eru þeir þrír hlutir sem ógna heiminum mest, að mati höfunda skýrslunnar árlegu um hluti sem heimsbyggðinni steðjar hætta af.

Ógnunum, sem skýrsluhöfundar hafa gefið bæði alvarleika- og líkindastuðul, er raðað upp á graf. Grafið má skoða í heild sinni ef smellt er hér .

Þá er hnatthlýnun skráð sem alvarlegasta ógnin við heiminn, meðan fyrrnefndur búsetuflutningur - og eflaust er helst til vísað í flóttafólk frá Sýrlandi hér - er skráð sem líklegasta ógn sem við gætum staðið frammi fyrir.

Notkun gereyðingarvopna hefur einnig háan alvarleikastuðul, en er metið sem tiltölulega ólíklegt, að mati höfunda skýrslunnar. Þá ber einnig að nefna að vatnsskortur gæti einnig verið stórt vandamál í náinni framtíð.