Samkvæmt könnunum er mjög mjótt á munum milli hægri og vinstri fylkinganna tveggja. Dönsku þingkosningarnar fara fram í dag.

Helle Thorn­ing-Schmidt er for­sæt­is­ráðherra og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins og Lars Løkke Rasmus­sen formaður Ven­stre eru forsætisráðherra blokkanna tveggja.

Samkvæmt könnun Berlinske fá hægrimenn 50,7% atkvæða en vinstri menn 49,3% at­kvæða. Fimmtungur kjósenda er ekki búinn að gera upp hug sinn samkvæmt könnuninni og því er útilokað er því að spá nokkru um niðurstöðu.

Þrjú mál hafa verið fyr­ir­ferðamest í kosn­inga­bar­átt­unni. Efnahagsmálin að venju, vel­ferðar­mál og svo hafa inn­flytj­enda­málin orðið áberandi á lokasprettinum eftir að Lars Løkke Rasmus­sen sagði á kosningafundi í síðustu viku að komist hann til valda muni ríkisstjórnin hefta straum flótta­fólks til lands­ins og endurvekja aðlög­un­ar­ráðuneytið, sem sæi um mál­efni flótta­manna.