„Þetta er hænuskref á langri leið en ef þetta er forsmekkurinn að frekari lækkunum þá er það ljómandi," sagði Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital, þegar hann var spurður álits á vaxtalækkun Seðlabankans í morgun.

Þorvaldur sagðist vonast til þess að sjá margar smærri lækkanir í framhaldinu til að keyra vaxtastigið niður í vinunandi stöðu.

„Ég hugsa að margir hefðu kosið aðeins stærra fyrsta skref."