Menningarhúsið Hof á Akureyri skilaði 1,5 milljóna króna rekstrarafgangi eftir síðasta starfsár. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.

Hof var opnað árið 2010 en ársvelta Hofs er um 110 milljónir.

Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir, framkvæmdastjóri Hofs, segir áætlanagerð hafi verið ansi nákvæma og ítarlega og að reksturinn hafi einfaldlega gengið upp.

Forsvarsmenn Menningarfélagsins Hofs ses. sem sér um rekstur hússins skora nú á bæjaryfirvöld að nýta þetta fjármagn sem fékkst frá rekstri í listviðburði á svæðinu.